- Lífið er of stutt fyrir vondan mat

Hvað er Nautnabelgur?

Hvað er Nautnabelgur?

Við erum Halldóra Dýrleifar Gunnarsdóttir og Hreinn Valgerðar Hreinsson, hjón sem búa og starfa í 101 Reykjavík og elska góðan mat. En þó okkur líði vel í 101 finnst okkur fátt skemmtilegra en að eyða sem mestum tíma úti á landi og nær íslenskri náttúru en 101 býður upp á.

Við höfum lengi eldað fyrir vini, vandamenn og okkur sjálf og einhvern veginn haft sívaxandi áhuga á öllum þeim nautnum sem lífið býður upp á.

Okkur finnst mikilvægt að prófa nýja hluti í matargerð á sama tíma og okkur finnst að matur þurfi alls ekki að vera flókið fyrirbæri. Við leggjum áherslu á fersk hráefni og finnst enn betra þegar hægt er að nota það sem býðst í úr nærumhverfinu. Við viljum vita hvaðan maturinn kemur og erum mjög hrifin af Slow Food hugmyndafræðinni og þeirri þróun að nota allt sem hægt er í íslenskri náttúru. Við festum okkur samt ekki í neinum kreddum og finnst skemmtilegt að blanda saman alls kyns áhrifum þegar kemur að kryddi og samsetningu rétta. Ef það er hægt að staðsetja okkur einhvers staðar þá mætti segja að í eldamennskunni væri sterk áhersla á íslensk hráefni með áhrifum frá miðausturlöndum, norður Afríku og miðjarðarhafi.

Við vinnum alla okkar rétti frá grunni til að vera viss um hvað er í matnum og að hann sé sem hreinastur og án aukaefna. Við ræktum alls konar grænmeti sjálf í bústaðnum okkar en íslenskt veður er náttúrulega þannig að það bara yfir sumarið og fram á haust sem við getum notið þess.