- Lífið er of stutt fyrir vondan mat

Appelsínusalat með grænu ívafi …. eða sól og grænar heiðar. Þetta er bæði óendanlega gott og fallegt.

Appelsínusalat með grænu ívafi  …. eða sól og grænar heiðar. Þetta er bæði óendanlega gott og fallegt.

Magn fer eftir fjölda en svona tæplega ein appelsína á fyrir hvern og einn er fínt sem forréttur. Uppskriftin miðar við svona 8 appelsínur en það er fínn forréttur eða milliréttur fyrir 8 – 10 manns.

Salatið:

Átta lífrænar appelsínur (fást víða Krónunni) – það er hægt að nota aðrar appelsínur ef þær eru góðar.
Lófafylli af myntu
Lófafylli af basil
Lófafylli af steinselju
Granateplafræ (granatepli fást í öllum betri búðum – passa að kaupa þau sem eru frekar hörð.
Chilisalt (ég blanda bara saman maldonsalti og þurrkuðu chili)

Sósa: (dressing)
1 msk. Ólífuolía.

Safi úr appelsínunum.

Örlítið hunang, svona ¼ úr teskeið og því má líka alveg slepppa.
Skera ofan og neðan af appelsínunum því þá er betra að skera af þeim börkinn. Þetta er betra en að flysja því þú vilt losna við sem mest af þessu hvíta sem er fyrir innan börkinn. Appelsínurnar skornar í eins þunnar sneiðar og hægt er. Það rennur úr þeim safi á brettið og ég reyni að safna honum í skál.
Grænu kryddin skorin. Finnst flott að setja fyrst helminginn af appelsínunum svo helminginn af kryddum og svo aftur appelsínur og svo aftur krydd.

Þegar hér er komið sögu set ég sósuna yfir. Þegar appelsínurnar eru skornar verður oft aðeins eftir af kjötinu og ég kreisti það í bolla ástam ólífuolíunni og hunanginu og þeyti með gaffli. Efst er dreift granateplafræjunum (mér finnst best að skera granateplin í tvennt, kreista þau aðeins og moka svo upp úr þeim með teskeið – þetta hvíta á ekki að vera með, bara fræin sjálf) og að lokum chilisaltið og rétturinn er tilbúinn.

Næst set ég svo ólífuolíuna (verður að vera góð) og síðast dreifi ég chilisaltinu yfir. Volá og tilbúið.

Fann þessa uppskrift í einhverju dönsku blaði fyrir margt löngu. Er ekki endilega viss um að hún hafi verið nákvæmlega svona en ég er viss um að sá sem bjó hana til hefur viljað deila henni með ykkur.