- Lífið er of stutt fyrir vondan mat

Vanilludropar

Vanilludropar

Ekki kaupa vanilludropa úti í búð, þeir eru drasl, búðu þá frekar til! Þetta er svo einfalt að það er ekki hægt að tala um uppskrift og svo er líka verið að nýta eitthvað sem annars færi í ruslið eða bokashi-tunnuna.

Svona er það gert:

Finnur góða flösku, hellir í hana vodka og svo er hýðinu af vanillustöngum stungið ofan í flöskuna í hvert sinn sem skafið hefur verið inn úr þeim þegar verið er að nýta kornin í bakstur eða hvað annað. Úr þessu verða, eftir nokkra daga, dýrindis vanilludropar eða vanilluvodka eftir því hvernig á það er litið. Svo er bara að bæta vodka eða öðru svipuðu áfengi við þegar minnka tekur í flöskunni.