- Lífið er of stutt fyrir vondan mat

Innbakaðar olífur

Innbakaðar olífur

Þetta er svona sixtís réttur….okkur finnst pínu fyndið að þrjár borgir komi við sögu í þessari uppskrift en það er nú allt önnur saga.

1 bolli rifinn ostur (nota oft innfluttan Gouda eða Cheddar það er bara mikilvægt að nota ost með einhverju bragði). Set líka stundum nokkrar matskeiðar af parmesan með.

½ bolli mjúkt smjör (bara muna eftir því að taka það út annars er það óþarfi ef matvinnsluvél er notuð).

1 tsk Worcestershiresósa (hef í neyð notað tamarind sósu og líka svartan hvítlauk það síðarnefnda var mjöööög gott.

¾ bolli hveiti.

Krukka af ólífum (grænar fara best í þessum rétti)

1 tsk af papriku eða ½ af biber (rauður chilipipar sem fæst í Istanbul market)

Taka safann af ólífunum og setja þær inn í viskustykki og þurrka þær aðeins.

Það er hægt að setja þetta í matvinnsluvél í smá stund og taka svo úr og hnoða aðeins eða ef hún er ekki til þá er hægt að láta smjörið mýkjast aðeins og hnoða þetta svo.

Þegar búið er að ná deginu saman eru gerðar deigrúllur sem eru eins og 10 kr. í þvermál og svo eru skornir litlir bitar svona eins og tveir sentimetrar (það fer samt aðeins eftir stærð ólífunnar sem notuð er). Bitinn settur í lófann og ólífan ofan á og svo rúllað í höndunum. Markmiðið er að mynda deighjúp utan um ólífurnar . Það er betra að hafa hjúpinn þynnri en þykkari.

Sett inn í ofn við 180 gráður og bakað í svona 10 mín. eða þar til þær eru gylltar.

Þar sem fituinnihald ostarins skiptir máli þá getur þurft að minnka smjörið eða auka hveitið aðeins á móti ostinum ef hann er mjög feitur. Hef lent í því að hjúpurinn er svo feitir að hann lekur af ólífunni inni í ofninum. Það er hægt að gera prufu, setja fyrst nokkrar inn og ef þetta gerist að auka hveitimagnið.

Þetta er dásamlega gott með fordrykk að einhverju tagi. Það er mjög erfitt að ná mynd af þessum litlu gylltu kúlum því þær hverfa svo fljótt. Mér tókst að lauma nokkrum undan. Þær eru bestar volgar úr ofninum en það má frysta þær og skella þeim svo inn í ofn rétt áður en borið er fram.

Þetta er svona sixtís réttur….okkur finnst pínu fyndið að þrjár borgir komi við sögu í þessari uppskrift en það er nú allt önnur saga.