Þessi er einfaldlega fullkomin og mjög einföld. Góð hráefni eru lykillinn að góðum kökum eins og með allan annan mat og hér skipar súkkulaðið augljóslega aðalhlutverkið.
125 gr. súkkulaði
125 gr. smjör
1,5 dl. kalt sterkt kaffi
4 egg
300 gr. sykur
200 gr. hveiti
2 tsk. lyftiduft
Krem:
100 gr. súkkulaði
2 msk. vatn.
150 gr. flórsykur
70 gr. smjör
Súkkulaðið og smjörið er brætt við vægan hita, kaffinu bætt út í og blandan látin kólna aðeins. Eggin og sykurinn þeytt vel, hveitinu og lyftiduftinu bætt við og hrært þannig að allt blandist saman en ekki of lengi. Blandan sett í smurt form og bökuð við 180 gráður í um 45 mínútur.
Krem eru til að leika sér að en einföld leið er að bræða súkkulaðið í potti við lágan hita með smá vatni bæta síðan flórsykrinum við, hræra og í lokin er svo smjörinu hrært saman við.
Það er alveg gott að setja smá kaffiduft út í, missa smá koníak í kremið eða appelsínusafa
Krem 2 ef þú vilt prófa aðra tegund
100 gr. súkkulaði (mér finnst best að nota um 45% súkkulaði en allt virkar)
1 dl. rjómi
Þetta er önnur tegund af súkkulaðikremi. Rjóminn er hitaður í potti (ekki láta hann sjóða) og brytjuðu súkkulaði bætt út í. Hrært saman og sett yfrir kökuna.